Starfsfélögum samfagnað við starfslok
Mánudagur 14. janúar 2012
Síðastliðinn föstudag hélt Landhelgisgæslan kveðjuhóf til heiðurs starfsfólki sem lét af störfum um áramótin eftir áratuga farsælt starf hjá Landhelgisgæslunni. Hátíðin var haldin í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík og fjöldi starfsmanna úr öllum deildum kom saman og samfagnaði þeim við starfslok.
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar þakkaði þeim öllum fyrir vel unnin störf og samfylgdina í gegnum árin. Fór hann í gegnum það helsta í starfsferli hvers og eins, sem var hjá mörgum afar viðburðaríkur. Þau sem létu af störfum um áramótin, nokkur eftir 30-40 ára starf eru:
Árni Ólason sem hóf fyrst störf árið 1958 og þá sem messagutti, starfaði síðast sem smyrjari á varðskipunum.
Ingvar Kristjánsson, sem hóf störf árið 1974 sem vélstjóri, starfaði lengi með Gylfa í sprengjusveit en sinnti síðast starfi skipatæknistjóra. Gylfi Geirsson sem hóf störf árið 1971 á varðskipinu Óðni sem loftskeytamaður, var lengi starfsmaður sprengjusveitar og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri erlendra verkefna.
Haraldur Örn Haraldsson smiður sem hóf fyrst störf árið 1968, þá sem verktaki en varð starfsmaður skipatæknideildar árið 2000. Hann fór reyndar 17 ára sem messagutti á varðskipinu Albert en ekki varð framhald á því. Átti betur við hann að starfa við smíðar.
Jakob Jónsson, sem starfaði sem varðstjóri í stjórnstöð frá árinu 2006 komst því miður ekki til lokahófsins. Hann hóf fyrst störf hjá LHG á áttunda áratugnum og aftur frá 1. maí 2006 þegar starfsmenn neyðarlínunnar í vaktstöð siglinga gerðust starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Þar fyrir utan var Jakob við störf á strandastöðvunum t.d. í Vestmannaeyjum, Hornafirði og í Reykjavík.
Ragnar Ingólfsson sem hóf störf sem flugvirki árið 1978 og hefur hann auk þess að starfa í flugdeildinni komið að verkefnum víða í starfseminni.
Ríkharð Laxdal hóf störf árið 1973 á varðskipunum og fyrst sem háseti og síðar lengst af sem smyrjari. fyrst sem háseti og síðar sem smyrjari, samtals urðu árin 24 áður en hann gerðist varðmaður í varðskýli LHG á Faxagarði og á flugvellinum.
Jakob Jónsson, varðstjóri í stjórnstöð LHG 2006-2012. Hann komst ekki til lokahófsins.
Jón Ebbi Björnsson varðstjóri (fyrir miðju) sem hóf störf árið 1985 sem loftskeytamaður og fluttist yfir í stjórnstöð LHG árið 1987. Hann upplifði gífurlegar tæknibreytingar á sínum starfsferli en á tímabilinu færðust fjarskipti á sjó úr „morse code“ yfir í tölvutæk gervihnattafjarskipti.
Sigríður Ólafsdóttir sem frá árinu 2003 annaðist mötuneyti á Seljavegi og sinnti ræstingum í Skógarhlíð frá árinu 2006. Á myndinni er hún ásamt eiginmanni sínum.
Sjöfn Axelsdóttir kortagerðarmaður, önnur frá vinstri, hóf störf hjá Sjómælingum Íslands árið 1978. Hún er hér ásamt samstarfsfélögum Snjólaug Guðjohnsen til vinstri og Þórði Gíslasyni þriðji frá vinstri.
Árni Ólason, Ríkharð Laxdal, Haraldur Örn Haraldsson, Jón Ebbi Björnsson, Sigríður Ólafsdóttir, Ragnar Ingólfsson, Gylfi Geirsson, Sjöfn Axelsdóttir, Ingvar Kristjánsson
Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri og Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG.
Henning Aðalmundsson stýrimaður og Sindri Steingrímsson, flugrekstrarstjóri
Jónas K. Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur, Ingvar Kristjánsson og
Tómas Vilhjálmsson, flugvirki
Níels B. Finsen, verkefnastjóri sjómælingum, Gylfi Geirsson og
Sigurður Ásgrímsson framvæmdastjóri séraðgerða og sprengjueyðingasviðs (SOS)
Einar Sigurgeirsson, varðstjóri, Jón Ebbi Björnsson og eiginkona hans
spjalla við Hjalta Sæmundsson, aðalvarðstjóra í stjórnstöð LHG
Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG, Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri
lofthelgis- og öryggismálasviðs og Gestur Pálmason, sérfræðingur SOS sviði.
Steinvör Gísladóttir, ritari forstjór, Rannveig Friðriksdóttir, bókari og
Linda María Runólfsdóttir, fulltrúi starfsmannasviði.
Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður, Bergþór Atlason, varðstjóri og
Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri sjómælingasviðs.
Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur og Marvin Ingólfsson, sprengjusérfræðingur
Sigurjón Sigurgeirsson, flugvirki, Henning Aðalmundsson, stýrimaður,
Daníel Hjaltason, flugvirki, eiginkona Ragnars Ingólfssonar, flugvirkja og Þorkell
Guðmundsson, gæðastjóri í flugdeild spjalla.
Jón B. Guðnason og Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra
Steinar Clausen, varðstjóri, Páll Egilsson, vélstjóri, Ríkharð Laxdal
og Skúli Sigurbjörn Jóhannesson, varðmaður
Ágúst Ágústsson, vélstjóri, Rafn S. Sigurðsson, háseti, Árni Ólason og
Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður.
Auðunn Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviði og Gestur Pálmason, sérfræðingur
Ragnar Ingólfsson, Sverrir Andreasen flugvirki og Sindri flugrekstrarstjóri
Dagmar, lögfræðingur, Sólmundur Már Jónsson framkvæmdastjóri rekstrar og fjármálasviðs, Steinvör ritari forstjóra, Rannveig bókari og Linda María, fulltrúi eldress.
Harpa Karlsdóttir, fulltrúi spjallar við Brynhildi ÁstuBjartmarz flugmann.
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi og Sigurður Ásgrímsson
framvæmdastjóri séraðgerða og sprengjueyðingasviðs (SOS) spjalla
Andri Leifsson, stýrimaður og Sigurður Ásgeirsson spjalla.
Árni Sæberg ljósmyndari kom við og gaf okkur leyfi til að birta myndir sínar á heimasíðunni.