Varðskipið Týr heimsótti Þórshöfn
Mánudagur 21. janúar 2012
Varðskipið Týr heimsótti nýlega Þórshöfn og var unglingadeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Þórshöfn boðið að koma í heimsókn og kynnast störfum um borð í varðskipi Landhelgisgæslunnar. Samtals komu sautján manns um borð og nutu þau leiðsagnar skipverja um skipið og búnað þess.
Pálmi Jónsson, yfirstýrimaður segir frá stjórntækjum í brúnni
Hér má sjá Andra Rafn háseta segja frá notkun reykköfunartækjum og PLT-línubyssu.
Hópurinn á þyrlupallinum ásamt Halldóri B. Nellett, skipherra, Birni Jóhanni og
Andra Rafni, hásetum v/s Týr.