Norsku loðnuveiðiskipi vísað til hafnar
Miðvikudagur 23. janúar 2013
Varðskipið Týr vísaði í gærkvöldi norska loðnuveiðiskipinu Manon til hafnar á Eskifirði fyrir meintar ólöglegar veiðar eftir að varðskipsmenn fóru um borð til eftirlits. Skipið sigldi að fyrirfram tilgreindum eftirlitsstað á miðunum fyrir austan land á leið út úr íslensku efnahagslögsögunni. Þar fóru varðskipsmenn um borð til eftirlits með skráningum veiða og afla. Mælingar varðskipsmanna leiddu í ljós að afli um borð virtist vera talsvert umfram þau 600 tonn sem skipið hafði tilkynnt um að það hefði veitt innan íslensku efnahagslögsögunnar.
Eftir samráð við fulltrúa í atvinnuvega- ognýsköpunarráðuneytinu var skipinu vísað til hafnar og fylgdi varðskipið skipinu. Málið verður í framhaldinu rannsakað af lögreglu í samvinnu við Landhelgisgæsluna.