Þyrla sækir slasaðan vélsleðamann í Veiðivötn
Fimmtudagur, 31. janúar 2013
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:13 eftir að tilkynnt var til Neyðarlínunnar um vélsleðaslys í Veiðivötnum. Hinn slasaði er handleggsbrotinn auk annarra áverka en ekki talinn í lífshættu. Þar sem um langa vegaleið er fyrir björgunarsveitir að fara var ákveðið að kalla til þyrlu LHG og fór hún í loftið kl. 16:50. Komið var á staðinn um kl. 17:30 og var hinn slasaði fluttur um borð í þyrluna. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:26.