Í annað sinn á skömmum tíma sem óskað er eftir SIF í sjúkraflug

  • 29012013_SIF

Mánudagur 4. febrúar 2013

Í byrjun sl. viku  óskaði Landspítalinn Háskólasjúkrahús eftir að SIF flugvél Landhelgisgæslunnar myndi annast sjúkraflug til Stokkhólms. Var sjúklingur fluttur til Stokkhólms á þriðjudag í fylgd læknis, hjúkrunarfræðings og aðstandanda og var hann síðan sóttur á föstudag. Hvor flugleið tekur SIF um fimm klukkustundir.

Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem óskað er eftir að SIF flytji sjúkling til Svíþjóðar. Að sögn heilbrigðisstarfsfólks er vinnuaðstaða um borð í flugvélinni mjög góð og skiptir það miklu máli þegar fluttir eru mikið veikir sjúklingar sem þurfa gjörgæslumeðferð og aðhlynningu nánast samfellt allt flugið.  Þar sem SIF er langdræg er unnt að fljúga henni fram og til baka á einum degi og sparar það verðmætan tíma heilbrigðisstarfsfólks sem og umtalsverða fjármuni. Síðast en ekki síst eykur það öryggi sjúklinga.  

Sjá hér myndir sem voru teknar í fluginu.

EMS-2
Góð vinnuaðstaða er um borð

EMS-3
Rúmt er um sjúkrabörur

Laeknalid
Hjúkrunarfræðingur og læknir með Magnúsi Erni stýrimanni SIF

Raudi-dregillinn-i-Stokkholmi
Rauði dregillinn í Stokkhólmi ;)