TF-SYN sótti sjúkling í Stykkishólm

  • GNA2

Mánudagur 4. febrúar 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 13:26 að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna sjúklings sem nauðsynlega þurfti að komast á sjúkrahús í Reykjavík. TF-SYN fór í loftið kl. 13:53 og lenti á flugvellinum í Stykkishólmi kl. 14:37. Var sjúklingurinn fluttur um borð í þyrluna og undirbúinn fyrir flug. Fór þyrlan að nýju í loftið kl. 14:45 og var flogið beint á Reykjavíkurflugvöll en þar beið sjúkrabíll sem flutti viðkomandi á Landspítalann við Hringbraut.