TF-SIF við eftirlit á miðunum umhverfis landið

  • SIF_MG_1474

Miðvikudagur 6. febrúar 2012

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í um fimm klukkustunda gæslu og eftirlitsflug í gær þar sem fylgst var með umferð á miðunum umhverfis landið. Haft var samband við báta og skip sem voru að veiðum í námunda við bannssvæði eða voru ekki með fjareftirlits- og öryggisbúnað í lagi. Rólegt var á Austfjarðamiðum og sáust tvö norsk loðnuskip um 40 sjómílur ANA af Hvalbak. Einnig höfðu stýrimenn í fluginu samband við hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson sem er í loðnuleit fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum, og var skipið þá út undir miðlínu milli Íslands og Grænlands NV af Straumnesi. Aðspurðir sögðu þeir engan hafís tálma leit, enda sé hann allur Grænlandsmegin.


05022013_SIF
Flugleið TF-SIF í gær