Tólf kafarar Gæslunnar og SL við leit á Siglufirði ásamt TF SIF

  • NC2009_WEEKEND_DIVE_DOUG_ELSEY_PHOTO__42

Fimmtudagur 7. febrúar 2013

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi beiðni frá lögreglunni á Siglufirði þar sem óskað var eftir  köfurum Gæslunnar til aðstoðar við leit að manni sem ekkert hafði spurst til síðan um morguninn.

Fjórir kafarar LHG ásamt stjórnanda voru kallaðir út og komu þeir á Siglufjörð um klukkan þrjú í nótt. Hófu þeir þá strax leitina með nætursjónauka. Var síðan tekið hlé og leit síðan hafin að nýju í birtingu. Eru nú tólf kafarar við leit í höfninni, bæði kafarar Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og skipta þeir með sér verkum.

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF leitaði einnig við Siglufjörð í dag. Flognar voru nokkrar ferðir um svæðið og ströndin vestanverð frá bænum út í Strákagöng leituð með IR (hitamyndavél). Leit þeirra var árangurslaus en mjög erfitt var að athafna sig til leitar á flugvél inni í firðinum.

 Hefur leitin enn engan árangur borið en staðan verður tekin síðar í dag og ákvörðun tekið um framhaldið í samráði við lögregluna.

Sjá kort sem sýnir flugleið TF SIF,

SIF_leit