Hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni sjómanna á Norðurlöndunum

  • Ytt-ur-vor

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á varðskipi LHG fékk í gær þau gleðilegu tíðindi að ljósmynd hans „Ýtt úr vör“ lenti í fyrsta sæti í ljósmyndasamkeppni sjómanna á Norðurlöndunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur hlýtur fyrsta sæti keppninni. Myndin var tekin í bátaæfingu áhafnar varðskipsins Ægis á Berufirði. Innilega til hamingju!