Þyrlur kallaðar út og varðskip í viðbragðsstöðu eftir að flugvél tilkynnti um bilun

  • Thyrla_stjornklefi

Þriðjudagur 26. febrúar 2013

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og varðskipið Þór, sem statt er við SV vert landið, var sett í viðbragðsstöðu eftir að tilkynning barst um bilun í farþegaþotu sem stödd var um 12 sjómílur frá Keflavíkurflugvelli. Samstundis var lýst yfir rauðu neyðarstigi og voru þá m.a. einingar Landhelgisgæslunnar kallaðar út. Vélin lenti heilu og höldnu rétt fyrir kl. 23:00.