Þyrla LHG kölluð út til bráðaflutnings
Fimmtudagur 28. febrúar 2013
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:59 að beiðni læknis á Kirkjubæjarklaustri vegna alvarlegra veikinda. Sjúkrabíll sótti sjúkling og keyrði hann á móti TF-LÍF sem fór í loftið frá Reykjavík kl. 15:18. Sjúkrabíll og þyrla mættust á flugvellinum í Vík kl. 16:15 og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna sem fór í loftið að nýju tíu mínútum síðar. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 17:15.
Mynd Gassi/LHG.