Landhelgisgæslan þakklát fyrir það mikla traust sem hún nýtur meðal almennings

  • JolakortLHG2012

Þriðjudagur 5. mars 2013

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts almennings samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup sem birtust í gær en samkvæmt þeim treysta 90% þjóðarinnar Landhelgisgæslunni vel.  Könnun Gallups var gerð seinni hluta febrúar, svarhlutfall var 61,1% af 1.450 manna úrtaki. Er þetta þriðja árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana en þá var stofnunin fyrst tekin inn í árlegar mælingar Þjóðarpúlsins.

GNA_Vatnajokull18032012
Ferðamenn sóttir á Vatnajökul 18. mars 2012 sjá frétt.

Landhelgisgæslan er afar stolt og þakklát yfir þessum niðurstöðum sem staðfesta að meginþorri þjóðarinnar er sáttur við störf hennar.  Að baki þessu mikla trausti er samheldinn og hæfur hópur starfsmanna sem gerir sér grein fyrir að trausti fylgir einnig mikil ábyrgð sem ávallt þarf að huga  að með hagsmuni landsmanna að leiðarljósi.

TF_GNA_ahofn2012
Áhöfn þyrlu LHG

Á liðnum árum hafa orðið talsverðar breytingar á öllum starfssviðum Landhelgisgæslunnar.  Í kjölfar samdráttar í þjóðfélaginu tókst Landhelgisgæslunni með tilkomu erlendra verkefna að afla tekna sem styðja við starfsemina heima fyrir.  Í þessum erlendu verkefnum hefur Landhelgisgæslan komið að björgun hundruða manna auk þess sem starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa öðlast ómetanlega reynslu og þjálfun sem nýtist þeim í starfi.  Þá hefur erlent samstarf stóraukist og hefur það skipt sköpum varðandi upplýsingar, getu og viðbragð Landhelgisgæslunnar og möguleika hennar til að hafa sem besta stöðumynd af hafsvæðinu umhverfis Ísland. 

LHG_utkall03052012-(7)
Síðast en ekki síst hefur starfsemin eflst verulega eftir að lofthelgis- og öryggistengd verkefni sem áður heyrðu undir fyrrum Varnarmálastofnun í Keflavík, urðu hluti af verkefnum Landhelgisgæslunnar í upphafi árs 2011 en þau styðja mjög vel við önnur verkefni Landhelgisgæslunnar.  Tekist hefur með tilkomu þeirra að efla fjareftirlit og viðbúnaðargetu með auknum upplýsingum, þekkingu og tækjabúnaði sem aftur styður við öryggisgæslu, eftirlit, leit og björgun á hafinu. _MG_0608

Sem dæmi má nefna að í september 2012 fór fram æfingin SAREX Greenland Sea 2012 þar sem þátt tóku þjóðirnar sem eiga aðild að Norður-Heimskautsráðinu.  Líkt var eftir sjóslysi sem átti sér stað undan austanverðu Grænlandi.  Landhelgisgæslan tók þátt í æfingunni ásamt ýmsum öðrum íslenskum stofnunum og samtökum.  Aðstaða og starfsfólk Landhelgisgæslunnar í Keflavík gegndi veigamiklu hlutverki í æfingunni þar sem erlendar leitar- og björgunarflugvélar, áhafnir þeirra og stjórnendur höfðu þar aðstöðu og gistingu.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Keflavík var nýtt til sértækra samskipta við þessi loftför og starfsfólkið sá um að styðja við aðgerðir eins og best verður á kosið.  Það er því ljóst að ef til mikilla alþjóðlegra aðgerða kemur á leitar- og björgunarsvæði Íslands sem m.a. nær til austurstrandar Grænlands styður þessi starfsemi Landhelgisgæslunnar vel við hlutverk stofnunarinnar sem ábyrgðaraðila fyrir leit og björgun á þessu svæði. 

Samantekt Landhelgisgæslunnar yfir úthald á tækjum hennar árið 2012 sýndi umtalsverða aukningu á viðbragði miðað við fyrra ár. Varðskipin voru talsvert meira á sjó innan íslenska hafsvæðisins í samanburði við árið 2011 og útkallsstaða á þyrlum Landhelgisgæslunnar jókst einnig. Sjá nánar frétt um samantekt fyrir 2012.

Sjúklingur sóttur um borð í fiskiskip

LHG_utkall03052012-(9)

Starfsáætlun Landhelgisgæslunnar fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir aukinni viðbragðsgetu frá fyrra ári.  Það mun nást með hagræðingu sem og frumkvæði og forystu starfsmanna.  Markmið Landhelgisgæslunnar eru nú sem ávallt að tryggja sem best öryggi sjófarenda, fólksins í landinu og verndun auðlinda með sem bestum og hagkvæmustum hætti. 


_MG_0566
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tekur á móti öllum aðstoðarbeiðnum og annast samskipti við einingar Landhelgisgæslunnar

sprengikulur_ArniSaeberg
Sprengjusveitin sækir sprengikúlu sem kom upp með sanddæluskipi

Kofun
Kafarar LHG við æfingar

Balduragust2012GBA-(2)
Léttabátur frá Baldri fer til eftirlits með strandveiðibát. Verkefni var unnið í samstarfi við Fiskistofu.

P1110059
Týr í eftirliti með loðnuflotanum

Gunnolfsvikurfjall-ad-vetri
Radarstöðin Gunnólfsvíkurfjalli

 16062012_LHG_slokkvistorf
Slökkt í sinueldi

LHG_Maggy2
Slökkviliðsmaður fluttur um borð í fiskibát