Þyrla LHG kölluð út eftir vélsleðaslys í Skagafirði

  • Jokull_thyrlaLHG

Sunnudagur 10. mars 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:05 í dag eftir að tilkynning barst um vélsleðaslys í Unadal í Skagafirði. Ók maðurinn fram af hengju og fékk sleðann ofaná sig. Björgunarsveitir á svæðinu voru þá á leið á staðinn auk læknis á vélsleða.

Þyrlan fór í loftið kl. 16:30 og lenti við slysstað kl. 17:33. Hafði þá læknir búið um meiðsli hins slasaða og var hann fluttur um borð í þyrluna. Var síðan flogið með hann á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 19:07.

Mynd úr safni LHG.