Þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leit á Vatnajökli

Sunnudagur 17. mars 2013

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar voru  kallaðar út til leitar í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um neyðarblys yfir Vatnajökli, upp af Jökulheimum.  Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kallaðar til leitar á svæðinu.

TF-LÍF fór í loftið kl. 22:28 og var byrjað að leita á svæðinu kl. 23:25. Leitað var á milli Jökulheima og Grímsfjalls, flognir 6 leitarferlar áður en haldið var til eldsneytistöku í Hrauneyjum. KL 0230 var ákveðið að þyrlan myndi hætta leit og snúa til Reykjavíkur. Lent var við skýli Landhelgisgæslunnar kl. 03:19.  

Flugvélin TF-SIF fór í loftið kl. 01:20 og var óskað eftir að flugvélin myndi leita Tungnársvæði með hitamyndavél. Leit hófst kl. 01:47 og var flogið í 5-7 þúsund feta hæð og svæðið rannsakað með hitamyndavél. Kl 03:25 var ákveðið að hætta leit í samráði við svæðisstjórn.  Ekkert fannst og engin skýring fannst á neyðarblysinu. TF-SIF lenti í Reykjavík kl. 04:05.

Mynd Baldur Sveinsson af TF-SIF, TF-LIF og TF-GNA.

_MG_3255
Stjórnstöð um borð í TF-SIF.

Leit16032013
Ferill TF-SIF í leitinni