Fjölmenni við heimsókn varðskipsins Þórs til Patreksfjarðar

  • PatrHeimsokn_Thor11

Fimmtudagur 14. mars 2013

Varðskipið Þór var um helgina til sýnis fyrir bæjarbúa og nágrannasveitir Patreksfjarðar og kom um helmingur íbúa um borð en um 650 manns búa í bæjarfélaginu. Þórir Sveinsson, starfandi bæjarstjóri tók á móti skipinu fyrir hönd sveitarfélagsins og leiddi síðan áhöfn varðskipsins gestina um skipið, kynntu tækjabúnað og verkefni þess.  Að öllu jöfnu eru 18 manns í áhöfn Þórs sem er sami fjöldi og á varðskipunum Ægir og Týr. Verkefni varðskipsins felast m.a. í eftirliti- og löggæslu á hafinu, fiskveiðieftirliti, leit og björgun, dráttarverkefnum, slökkvistörfum, sjómælingum og að bregðast við umhverfisslysum. Einnig geta þyrlur Landhelgisgæslunnar tekið eldsneyti á flugi yfir varðskipinu. Auk þess getur Þór orðið að fljótandi stjórnstöð í almannavarnaaðgerðum.

Á meðal gesta á Patreksfirði var skipverji á togaranum Verði sem sökk þann 29. janúar árið 1950, djúpt SA af Vestmannaeyjum. Gerði mikið óveður þegar skipið var á siglingu með fisk til Englands. Var fróðlegt að spjalla við hann um þennan hörmulega atburð en samtals fórust fimm skipverjar af nítján manna áhöfn en togarinn Bjarni Ólafsson kom að og bjargaði öðrum úr áhöfninni við afar erfiðar og hættulegar aðstæður. Frásögn af björguninni má finna á www.tímarit.is  í Sjómannablaðinu Víkingi 2.-3. tbl. 1950, Bls 39-42, skráð af Sverri Þórðarsyni, blaðamanni á Morgunblaðinu og Gunnari Proppe, sem var starfsmaður Vatneyrarverslunar á þessum tíma. 

Hér eru myndir sem áhöfn Þór tók í heimsókninni

PatrHeimsokn_Thor9

PatrHeimsokn_Thor5

PatrHeimsokn_Thor2

PatrHeimsokn_Thor

PatrHeimsokn_Thor8

PatrHeimsokn_Thor4

PatrHeimsokn_Thor9