Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Landhelgisgæsluna

  • CarlBildt_heimsokn20

Þriðjudagur 18. mars 2013

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar kom í stutta heimsókn til Landhelgisgæslunnar í dag áður en hann hélt af landi brott. Ráðherrann kom í fylgd Anders Ljunggren sænska sendiherrans á Íslandi, heimsóttu þeir starfsemi flugdeildarinnar í Reykjavík og kynntu sér skipulag loftrýmisgæslu og eftirlits hér við land.

Carl Bildt sýndi Landhelgisgæslunni mikinn áhuga, skoðaði þyrlurnar og flugvélina TF-SIF sem er sömu tegundar og eftirlitsflugvélar sænsku strandgæslunnar sjá hér. Einnig fékk hann kynningu á skipulagi loftrýmisgæslunnar og hitti fulltrúa kanadísku flugsveitarinnar sem komin er hingað til lands til að hafa umsjón með loftrýmisgæslu. Landhelgisgæslan hefur átt í miklu samstarfi við sænsku strandgæsluna vegna margvíslegra málefna strandgæslustofnana á Norður-Atlantshafi og einnig vegna reksturs TF-SIF. Auk þess hafa sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar unnið talsvert með Svíum við  þjálfun og ýmis mál á sviði friðargæslunnar.

Carl Bildt  kom til landsins á sunnudag og flutti m.a. erindi á ráðstefnu sem haldin var í tilefni af opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir. Kallaðist ráðstefnan „The Trans Arctic Agenda“ og fjallaði hún um áskoranir og tækifæri á norðurslóðum.

Hér má sjá bloggsíðu Carl Bildt

CarlBildt_heimsokn0
Það blés talsvert þegar komið var að flugskýli LHG á Reykjavíkurflugvelli.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti Carl Bildt.

CarlBildt_heimsokn10
Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri, Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar,
Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG, Anders Ljunggren sænski sendiherrann á Íslandi
og Thorben J. Lund, yfirstýrimaður.

CarlBildt_heimsokn3
Gestirnir fengu kynningu á starfsemi flugdeildarinnar.

CarlBildt_heimsokn5

CarlBildt_heimsokn4
Eftirlitsflugvélin TF-SIF skoðuð en hún er sömu tegundar og
flugvélar sænsku strandgæslunnar.

CarlBildt_heimsokn6
TF-SYN flutti gestina á Keflavíkurflugvöll þar sem seinni hluti heimsóknarinnar fór fram.

CarlBildt_heimsokn7

CarlBildt_heimsokn12
Fulltrúi kanadísku flugsveitarinnar kynnir verkefni þeirra hér á landi.

CarlBildt_heimsokn15

CarlBildt_heimsokn14
Carl Bildt skoðar stjórnklefa F-18 þotu Kanada.

CarlBildt_heimsokn16
Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri LHG í Keflavík spjallar við Bildt

CarlBildt_heimsokn13
Bildt hlýðir með athygli á kynningu kanadísku flugsveitarinnar

CarlBildt_heimsokn17
Léttur hádegisverður fyrir brottför til Svíþjóðar.
Anders Ljunggren sænski sendiherrann á Íslandi, Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG, Þórður Yngvi Guðmundsson, utanríkisráðuneytinu, aðstoðarmaður Carl Bildt, Jörundur Valtýsson, utanríkisráðuneytinu, Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar og Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastjóri LHG.