Þyrla LHG sótti slasaðan vélsleðamann í Veiðivötn

  • GNA2

Sunnudagur 24. mars 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag eftir að vélsleðaslys varð við Grænavatn í Veiðivötnum. Keyrði maðurinn fram af hengju og kvartaði í kjölfarið undan verkjum og var illa áttaður.

Þyrlan var komin á staðinn um kl. 17:00 og lenti hún við við skála sem þar er. Hinn slasaði var fluttur um borð í þyrluna og var síðan flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 17:40.