Fallhlífarstökks- og eftirlitsflug TF-SIF

  • SIF

Þriðjudagur 9. apríl 2013

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í dag í fallhlífarstökks- og eftirlitsflug um SV- djúp. Flugið hófst með að fjórir nemar í fallhlífarstökki, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra, stukku út í 1200 fetum en þeir hafa að undanförnu hlotið þjálfun hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík.  Stukku síðan fallhlífastökkvarar Flugbjörgunarsveitarinnar út í 5000 fetum.

Var síðan haldið í eftirlit og fylgst með skipaumferð undan SV-landi á grunnslóð og síðan SV-djúp. Haft var samband við togara sem ekki var með kveikt á fjareftirlitsbúnaði eins og honum ber samkvæmt reglugerð 80/2013. Hafði áður verið haft samband við hans vegna sama máls og var brýnt fyrir honum að endurræsa tækið, annars ætti hann von á kæru. Skömmu síðar hófu sendingar að berast frá skipinu.

09042013Fallhlstokk
Stökkið

09042013Fallhlstokk1
Lentir

09042013Ratsja
Ratsjárþekjan í fluginu