Íslenskur tækjabúnaður í þróun sem mun nýtast við leit og björgun

  • TF-LIF_8586_1200

Þriðjudagur 16. apríl 2013

Landhelgisgæslan hefur að undanförnu komið að þróun og prófunum nýs tækjabúnaðar sem verður notaður við leit að týndu fólki í óbyggðum. Skilyrði fyrir notkun tækisins er að sá týndi sé með kveikt á GSM síma. Um er að ræða færanlega GSM móðurstöð með fylgibúnaði sem staðsett er í þyrlu. Með búnaðnum verður hægt að staðsetja þann týnda með töluverðri nákvæmni á skömmum tíma. Flogið er með stöðina um leitarsvæðið og búin til GSM-þjónusta til þess að vekja símann, ef kveikt er á honum. Hefur hann sjálfkrafa samband við GSM-kerfið um borð í þyrlunni. Er síminn miðaður út og eru þá leitaraðilar komnir með staðsetningu. Hugmyndina fékk Óskar Valtýsson fjarskiptastjóri hjá Landsvirkjun þegar hann fylgdist með umfangsmikilli leit fyrir tveimur árum.

Verkefnið hefur verið í þróun og vinnslu í eitt og hálft ár og eru Landhelgisgæslan og Landsvirkjun bakhjarlar þess en hugbúnaðarfyrirtækið Rögg ehf hefur borið hita og þunga af þróun kerfisins.

GSM_modurstod
GSM móðurstöðin er fest niður undir þyrluna meðan á leit stendur.