Hefur starfað samfellt í 45 ár hjá Gæslunni

  • SSK_Graenland

Miðvikudagur 17. apríl 2013

Um þessar mundir eru 45 ár liðin síðan Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á varðskipinu Þór hóf störf hjá Landhelgisgæslunni. Sigurður Steinar var lögskráður háseti á varðskipinu Maríu Júlíu þann 13. apríl 1968 þegar Höskuldur Skarphéðinsson var skipherra og hefur hann síðan starfað óslitið hjá Landhelgisgæslunni, bæði innan varðskipa- og flugdeildar.

Segir Sigurður að á 45 ára samfelldum starfsferli sé margs að minnast, gott og traust samstarfsfólk,  fjölbreytt verkefni, björgunarþátturinn, þ.e. að bjarga mannslífum og ekki sé hægt að gleyma þorskastríðunum tveimur,  það er 50 og 200 sjómílna deilunum.

SSK_Thor
Mynd sem Gassi ljósmyndari tók af Sigurði Steinari, sl. haust þegar varðskipið Þór tók þátt í björgunaræfingu við Grænland með þjóðunum sem standa að Norðurskautsráðinu.

SSK_bok
Sjóferðabók Sigurðar Steinars. Lögskráning 13. apríl 1968.

1-vs-Maria-Julia-TFLB--likl.-um-1958
Varðskipið María Júlía.