Umferð á sjó eykst með batnandi veðurfari

  • _MG_0659

Föstudagur 19. apríl 2013

Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar hafa 300-400 skip og bátar verið á sjó innan lögsögu Íslands sl. daga, lítil umferð fyrir Norður og Austurlandi en heldur meiri fyrir vestan og sunnan land.  Einn norskur og tveir færeyskir línubátar hafa verið að veiðum innan lögsögunnar. Búist er við stormi á Suðvesturmiðum, Faxaflóamiðum, Vesturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. Ein skyndilokun er í gildi, bann við fiskibotnvörpu út af Snæfellsnesi.

Greiningardeild hefur síðastliðna daga haft samband við nokkur skip og báta vegna lögskráningar og haffæris, einnig hafa tveir bátar haft samband á sl. sólarhring og óskað eftir aðstoð. Annars vegar var fiskibátur með í skrúfunni fyrir Norðan land og tók nærstaddur bátur hann í tog og hins vegar var bátur með bilaða vél í mynni Hafnarfjarðarhafnar. Fiskaklettur, björgunarskip SL fór til aðstoðar og var komið til hafnar um klukkustund eftir að aðstoðarbeiðnin barst.