Þyrlur danska sjóhersins til aðstoðar Landhelgisgæslunni, ef þörf krefur

  • _MG_7183

Föstudagur 26. apríl 2013

Danska herskipið Triton kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru um borð til viðræðna við skipherra skipsins til að athuga hver staðan væri með Lynx þyrlu sem er um borð og flogið er af flugmönnum danska flughersins.

Þar kom í ljós að þyrlan er klár til útkalls en til stóð að annar flugmanna hennar færi til Danmerkur á laugardagsmorgunn. Skipherra Triton,  Lars Jensen, féllst á að halda flugmanninum um borð í skipinu þar til að danska herskipið Vædderen kemur til Reykjavíkur en það er fyrirhugað er á sunnudagskvöld. Þá mun þyrla Vædderen taka við viðbragðsstöðu af þyrlu Triton. Fyrirhugað er að herskipið Vædderen verði í Reykjavík fram á miðvikudag í næstu viku og mun Landhelgisgæslan njóta aðstoðar danska sjóhersins vegna viðbragðs á þyrlur þangað til. Lynx þyrlurnar hafa 150 sjómílna langdrægi og geta því verið til aðstoðar á haf út fyrir TF-SYN sem því nemur.

Samstarf Landhgæslunnar og danska sjóhersins byggir á áratuga góðri samvinnu sem meðal annars felst í samæfingum, starfsmannaskiptum og samstarfi við leit og björgun í Norður Atlantshafi.

Thor_Lynx_eldsneyti
Lynx þyrla danska sjóhersins tekur eldsneyti frá varðskipinu Þór þegar SAREX Greenland 2012 æfingin stóð yfir sl. haust.

Myndir frá SAREX Greenland 2012 - Gassi.

_MG_7183
_MG_7181
_MG_8299