Yfirmenn norsku strandgæslunnar á fundi með LHG

  • _33A6285

Mánudagur 29. apríl 2013

Í dag fór fram fundur Landhelgisgæslunnar  með yfirmönnum norsku strandgæslunnar, Commodore Lars Saunes og Commander sg Yngve Kristiansen. Farið var yfir verkefni sem framundan eru í samvinnu strandgæslanna, s.s. æfingar, upplýsingamiðlun og greiningu,  þjálfunarmál og starfsmannaskipti. Einnig fengu þeir kynningu á starfsemi stjórnstöðvar, flugdeildar og varðskipsins Þórs.  

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs útskýrði fjölbreytt verkefni stjórnstöðvarinnar, heimsótt var flugdeild Landhelgisgæslunnar þar sem Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri og Sindri Steingrímsson, flugrekstrarstjóri kynntu tækjabúnað og skipulag deildarinnar. Einnig var Óskar Valtýsson, fjarskiptastjóri hjá Landsvirkjun með kynningu á nýjum tækjabúnaði sem er í þróun hér á landi og verður notaður við leit að týndu fólki í óbyggðum. Um er að ræða færanlega GSM móðurstöð sem staðsett er í þyrlu og getur hún staðsett þann týnda með töluverðri nákvæmni á skömmum tíma. Sjá frétt á síðu LHG

Að lokum var farið um borð í varðskipið Þór þar sem Halldór B. Nellett, skipherra tók á móti gestunum auk norska sendiherrans Dag Werno Holter. Varðskipið Þór er systurskip norska varðskipsins Harstad og hefur á síðastliðnum árum verið mikil og góð samvinna við norsku strandgæsluna varðandi skipið, búnað og þjálfun áhafnar varðskipsins Þórs. Einnig hefur Harstad heimsótt Landhelgisgæsluna og tíminn hefur þá verið nýttur til sameiginlegra æfinga og þjálfunar.
Frétt um æfingu 2012
og 2009 

Mjög mikilvægt er fyrir Landhelgisgæsluna að eiga í góðum samskiptum við strandgæslur nágrannaþjóðanna enda er Ísland ábyrgt fyrir viðamiklu leitar- og björgunarsvæði  og þarf á aðstoð annarra þjóða við Norður Atlantshafið að halda þegar kemur að viðamiklum leitar- og björgunaraðgerðum.

Mynd á forsíðu frá æfingu v/s Þór og Harstad á Eyjafirði sumarið 2012. Ljósmyndari Árni Sæberg.

Thor_Harstad_EirikurBjarnason
Þór og Harstad í æfingunni á Eyjafirði. Mynd Eiríkur Bjarnason.

Nor_CG13_29042013
Commodore Lars Saunes, Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar,
norski sendiherrann Dag Werno Holter ásamt eiginkonu Saunes.

Nor_CG9_29042013
Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs og Commander sg
Yngve Kristiansen spjalla.

Nor_CG8_29042013
Halldór B. Nellett, skipherra og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs

Nor_CG5_29042013
Höskuldur Ólafsson tæknistjóri og Sindri Steingrímsson flugrekstrarstjóri
taka á móti gestunum.

Nor_CG10_29042013
Brúin um borð í v/s Þór.

Nor_CG4_29042013
Nor_CG1_29042013
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkv.stjóri
aðgerðasviðs segir frá helstu verkefnum hennar.

Nor_CG2_29042013