Öryggissamningur undirritaður við Mílu

  • MILA_LHG_samn1

Fimmtudagur 2. maí 2013

Nýverið undirrituðu Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu, öryggissamning vegna þjónustu við ljósleiðarakerfi NATO hér á landi.  Samningurinn byggir á kröfum í nýrri reglugerð nr. 959/2012 um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála.

Míla sér um þjónustu við ljósleiðarkerfi NATO sem er rekið af Landhelgisgæslunni.  Öryggissamningurinn krefst öryggisvottunar fyrirtækis. Þessi viðbót við samninga Mílu og íslenska ríkisins um eignarhald og þjónustu ljósleiðarkerfisins mun aðeins auka öryggi vegna meðferðar trúnaðargagna og er í samræmi við reglur Atlantshafsbandalagsins.