TF-GNA æfði með frönsku freigátunni Aquitine og þyrlu hennar

  • Aquitaine_BaldurSveins-(5)

Þriðjudagur 7. maí 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var í gær við æfingar með frönsku freigátunni Aquitine sem var í Reykjavíkurhöfn yfir helgina. Einnig tók þyrla freigátunnar þátt í æfingunni. Hér má sjá myndir sem Baldur Sveinsson og áhöfn þyrlu LHG tóku í æfingunni.

Aquitaine er nýjasta skip franska sjóhersins og hluti af endurnýjun flotans. Það var sjósett í nóvember 2012. Skipið tilheyrir annarri kynslóð skipa sem sjást ekki á ratsjá. Þessi nýja gerð skipa er 142 m. á lengd og 20 m. breið. Það nær 27 hnúta hraða. Frá 8. febrúar hefur Aquitaine verið í prófunum, sem nauðsynlegar eru áður en það tekur virkan þátt í verkefnum sjóhersins. Þessi prófunarferð skipsins tekur 3 mánuði og verður að eiga sér stað í heitum sem köldum sjó. Ferðinni lýkur brátt, því skipið heldur aftur til Brest í Frakklandi 10. maí.

Eitt skip hefur hingað til borið nafnið Aquitaine, en það var smíðað árið 1890 fyrir störf við Suður-Ameríku. Aquitaine er heiti á héraði í Suðvestur-Frakklandi.

Franskt_skip1
Mynd þyrluáhöfn LHG

Aquitaine_BaldurSveins-(5)
Mynd Baldur Sveinsson

Aquitaine_BaldurSveins-(7)
Mynd Baldur Sveinsson

Franskt_skip2
Mynd þyrluáhöfn LHG

Aquitaine_BaldurSveins-(6)
Mynd Baldur Sveinsson

Aquitaine_BaldurSveins-(2)
Mynd Baldur Sveinsson

Aquitaine_BaldurSveins-(1)
Mynd Baldur Sveinsson