Varðskipið Þór aðstoðar vélarvana fiskiskip á Breiðafirði

  • ThOR_April2013
  • 025

Laugardagur 11. maí 2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:23 í dag beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Þórsnesi ll/ TFKJ,  þar sem skipið var vélarvana um 3 sjómílur VNV af Flatey á Breiðafirði. Níu manns eru í áhöfn skipsins. Varðskipið Þór var staðsett í um 30 sjómílna fjarlægð og hélt samstundis til aðstoðar. Gott veður var á staðnum og lítil hreyfing á skipinu. Varðskipið Þór var komið að Þórsnesi kl. 20:50 og var varðskipið komið með Þórsnes í tog tíu mínútum síðar eða kl. 21:00. Halda skipin nú til hafnar á Grundarfirði.

Þórsnes II er 233 brúttótonn að stærð og 32 metra langt.

Myndir Hákon Örn Halldórsson, vélstjóri á Þór

025
Stutt í skerin.

029
Spottinn kominn um borð

052
Kominn á ferð

005
Við bryggju á Grundarfirði

006

Vinstra megin á myndinni er bauja sem var tekin um borð fyrr um daginn út af Rifi, en legufæri (keðjan) slitnaði þegar verið var að færa steinana á réttan stað.

Myndir frá Tómasi Frey Kristjánssyni:

_MG_2468-as-Smart-Object-1

_MG_2559-as-Smart-Object-1

2P7J9558-as-Smart-Object-1