Leikskólinn Nóaborg heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar

  • Noaborg

Miðvikudagur 15. maí 2013

Flugdeild Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn fróðleiksfúsra barna úr útskriftarhópi leikskólans Nóaborgar. Guðmundur Ragnar Magnússon stýrimaður og sigmaður tók á móti hópnum og sýndi þeim þyrlur og flugvél Gæslunnar.

Voru þau mjög ánægð með heimsóknina og fannst spennandi að skoða þessi stóru björgunartæki í návígi sem virðast svo smá þegar þau fljúga yfir á leið í útköll, æfingar eða eftirlitsflug Landhelgisgæslunnar.