Þyrlur LHG kallaðar út eftir rútuslys á Snæfellsnesi
Laugardagur 18. maí 2013
Upp úr klukkan 13:00 varð harður árekstur langferðabifreiðar og húsbíls um fimm kílómetra vestur af Grundarfirði við Látravík. Fimmtán manns voru í langferðabílnum og tveir í húsbílnum.Einn farþegi úr húsbílnum er alvarlega slasaður og annar minna slasaður. Líf þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þá til Reykjavíkur og lenti við Landspítalann í Fossvogi um kl. 15:30.
Farþegar í langferðabílnum eru erlendir ferðamenn. Þeir eru allir komnir í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Grundarfirði og njóta aðhlynningar Rauða krossins og læknisaðstoðar.