Varðskipið Þór við eftirlit á Reykjaneshrygg

  • IMG_1721_fhdr

Þriðjudagur 21. maí 2013

Varðskipið Þór var nýverið við eftirlit á Reykjaneshrygg en þar standa nú yfir úthafskarfaveiðar á svæði Norður Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Þar eru nú að veiðum tólf íslensk skip og þrjátíu erlend utan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar. Fóru varðskipsmenn til eftirlits um borð í skip á svæðinu en þar hefur verið mokveiði undanfarna daga. Tvö skip, Annie Hillina frá Þýskalandi og Puente Sabaris frá Spáni voru alvarlega áminnt fyrir að hafa ekki sent aflaskeyti eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

Guðmundur St. Valdimarsson tók myndina af Þór þegar hann hélt úr höfn.

Hér eru myndir frá eftirliti Þórs:

Karfi-5
Þýski togarinn Annie Hillina

Karfi-9
Varðskipsmenn koma tilbaka eftir eftirlit um borð í  þýska togaranum Annie Hillina

Karfi-11
Spænski togarinn Puenta Sabaris.


P1010829 

Þrjátíu og fimm tonn af úthafskarfa á dekki rússnesks togara

P1010833
Bráðum verður leyst frá pokanum.

P1010839
 Eiríkur, stýrimaður fylgist með. Aflanum sturtað í móttökuna.

P1010810
Eiríkur stýrimaður og Andri Rafn háseti í lestinni á þýsku skipi.

P1010819
Eiríkur, stýrimaður mælir möskva í þýsku skipi, skipstjórinn aðstoðar.

P1010820
Pálmi yfirstýrimaður, þýski skipstjórinn og Eiríkur stýrimaður

P1010857
Legið yfir skýrslunum.

P1010835
Arnór háseti og Pálmi, yfirstýrimaður við karfapokann.

P1010843
Um borð í rússneskum togara.

P1010844
Magnús Pálmar stýrimaður og Jóhann Örn háseti í brúnni á rússneskum togara.

P1010848
Fimmtíu og fimm tonna hal 

P1010849
Trollið tekið.

P1010855
Fimmtíu og fimm tonn af karfa á dekki rússnesks togara.