Varðskipið Þór við eftirlit - Tekur einnig þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins.

  • SjomannadagurTHOR8

Þriðjudagur 28. maí 2013

Varðskipið Þór hélt í gær úr höfn í Reykjavík um verður skipið næstu vikur við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins. Þór tekur að sjálfsögðu þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins um næstu helgi og heimsækir Bolungarvík laugardaginn 1. júní. Varðskipið mun leiða hátíðarsiglingu skipa og báta í Bolungarvík kl. 10:30 um morguninn. Að lokinni hátíðarsiglingunni, eða kl. 13:00, veitir Landhelgisgæslan viðtöku heiðursviðurkenningu Menningar- og ferðamálaráðs Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur fyrir einstakt björgunarafrek vegna strands Jónínu Brynju ÍS-55 við Straumnes þann 25. nóvember 2012 (sjá myndskeið sem áhöfn þyrlu LHG tók við björgunina). Milli kl. 13:30 og 17:00 á laugardeginum gefst svo almenningi kostur á að skoða varðskipið þar sem það liggur við bryggju í Bolungarvík.

Á Sjómannadeginum sjálfum, sunnudaginn 2. júní siglir skipið á Flateyri þar sem skipið mun taka þátt í hátíðarhöldum. Hugsanlega mun þyrla Landhelgisgæslunnar einnig verða á ferðinni þann dag.

AEgirSjomannadagur
Frá hátíðarhöldum á Flateyri árið 2009 þegar Ægir tók þátt.

Bolungarvik_hathold
Frá hátíðarhöldum sjómannadagsins á Bolungarvík