Baldur fylgdi frönsku skonnortunni Etoile til Reykjavíkur
Fimmtudagur 30. maí 2013
Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur fylgdi í dag skonnortunni Etoile frá Akranesi til Reykjavíkur en Etoile heiðrar Hátíð hafsins með heimsókn sinni þetta árið. Etoile kom til Vestmannaeyja í vikunni og sigldi síðan til Akraness. Skútan verður til sýnis við Sjómannasafnið í Vesturhöfn Gömlu Hafnarinnar um helgina. Áhöfn Etoile mun einnig taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar.
Etoile er önnur tveggja skonnorta í eigu Frakka, en hún ásamt Belle Poulle voru byggðar í Fécamp í Norður Frakklandi og sjósettar árið 1932. Í seinni heimstyrjöldinni þjónuðu þær andspyrnuhreyfingu Frakka. Meðal annars voru skonnorturnar notaðar til fiskveiða undan Íslandsströndum til 1938. Skúturnar eru nú notaðar til þjálfunar hjá franska sjóhernum.
Skv. upplýsingum á heimasíðu Faxaflóahafna eru skonnortur hraðskreiðar og rennilegar skútur með ákveðinni seglagerð, sem m.a. Hollendingar þróuðu á 16. og 17. öld. Etoile og Belle Poulle komu báðar til Reykjavíkur sumarið 2006 í tengslum við kappsiglingu milli Paimpol og Reykjavíkur.
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson
Mynd Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður
Mynd Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður
Mynd Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður
Mynd Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður
Mynd Jón Páll Ásgeirsson. Þyrlan TF-GNA flýgur hjá skonnortunni.