Baldur fylgdi frönsku skonnortunni Etoile til Reykjavíkur

  • Etoile

Fimmtudagur 30. maí 2013

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur fylgdi í dag skonnortunni Etoile frá Akranesi til Reykjavíkur en Etoile heiðrar Hátíð hafsins með heimsókn sinni þetta árið.  Etoile kom til Vestmannaeyja í vikunni og sigldi síðan til Akraness. Skútan verður til sýnis við Sjómannasafnið í Vesturhöfn Gömlu Hafnarinnar um helgina. Áhöfn Etoile mun einnig taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar.

Etoile er önnur tveggja skonnorta í eigu Frakka, en hún ásamt Belle Poulle voru byggðar í Fécamp í Norður Frakklandi og sjósettar árið 1932.  Í seinni heimstyrjöldinni þjónuðu þær andspyrnuhreyfingu Frakka.  Meðal annars voru skonnorturnar notaðar til fiskveiða undan Íslandsströndum til 1938.  Skúturnar eru nú notaðar til þjálfunar hjá franska sjóhernum.

Skv. upplýsingum á heimasíðu Faxaflóahafna eru skonnortur hraðskreiðar og rennilegar skútur með ákveðinni seglagerð, sem m.a. Hollendingar þróuðu á 16. og 17. öld.  Etoile og Belle Poulle komu báðar til Reykjavíkur sumarið 2006 í tengslum við kappsiglingu milli Paimpol og Reykjavíkur.

IMG_2146
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson

IMG_2160_fhdr
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson

IMG_3096
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson

IMG_2143a
Mynd Guðmundur St. Valdimarsson

IMG_7717b

Mynd Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður

IMG_7754b
Mynd Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður

IMG_7752b
Mynd Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður

IMG_7703b
Mynd Guðmundur Birkir Agnarsson, stýrimaður

IMG_3068
Mynd Jón Páll Ásgeirsson. Þyrlan TF-GNA flýgur hjá skonnortunni.