Landhelgisgæslan heiðruð á Sjómannadeginum í Bolungarvík

  • Thor_3_Bolvik

Laugardagur 1. júní 2013

Landhelgisgæslan veitti í dag móttöku heiðursviðurkenningu Sjómannadagsins í Bolungarvík í ár vegna frækilegs björgunarafreks áhafnar TF-LÍF við strand Jónínu Brynju ÍS-55 við Straumnes þann 25. nóvember 2012. Varðskipið Þór leiddi í morgun hátíðarsiglingu skipa og báta í Bolungarvík og var varðskipið síðan opið sýnis fyrir gesti hátíðarinnar. Fjöldi fólks kom um borð eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og var mikil stemmning í bænum. Sjómannadagurinn í Bolungarvík á sér langa og merka sögu og er einn af stóru viðburðunum í bænum ár hvert, enda Bolungarvík elsta verstöð landsins.

Sjómannadagurinn í Bolungarvík er haldinn í samstarfi við Björgunarsveitina Erni og fjölmörg fyrirtæki, félög og opinbera aðila í Bolungarvík.

Thor_2_Bolvik

Thor_1_Bolvik