Börn úr Ölduselsskóla heimsóttu flugdeildina

  • _33A2291

Mánudagur 3. júní 2013

Það var áhugasamur hópur barna úr 2. bekk Ölduselsskóla sem heimsótti nýverið flugdeild Landhelgisgæslunnar. Börnin skoðuðu bæði þyrluna Líf og flugvélina Sif en það var Thorben J. Lund yfirstýrimaður sem fræddi þau um tækin og flugdeildina. Börnin sýndu mikinn áhuga og margar skemmtilegar spurningar voru lagðar fyrir Thorben sem hann svaraði fumlaust enda vanur maður þar á ferð.

Eftir hringferð um flugdeildina var komið við á kaffistofunni þar sem börnin fengu nesti áður en haldið var í Nauthólsvíkina. Gekk heimsóknin mjög vel enda var hópurinn bæði sérstaklega prúður og áhugasamur.

Oldusskoli-(2)

Oldusskoli-(6)

Oldusskoli-(3)

Oldusskoli-(4)

Oldusskoli-(5)

Oldusskoli-(7)