Áhöfn Þórs mældi Kolbeinsey

  • Kolbeinsey06062013Heimas

Mánudagur 10. júní 2013

Áhöfn varðskipsins Þórs fór nýverið í land í Kolbeinsey og mældu eyjuna en hún er nú orðin tvískipt og hefur mjög látið undan ágangi sjávar, hafíss og veðra. Vestari hluti hennar er nú 28.4 m x 12.4 m og hæsti punktur 3.8 m.  Austari hluti eyjunnar er 21.6 m x 14.6 m.  Skarðið á milli er 4.1 m að breidd.

Kolbeinsey er nyrsti punktur Íslands og var miðað við hana þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur og mörkuð var miðlína milli Grænlands og Íslands. Varðskip og flugvélar Landhelgisgæslunnar hafa fylgst með þróun eyjunnar í gegnum tíðina og er hér frétt af leiðangri varðskipsins Týs árið 2010.

Á Wikipediu segir að eyjan hafi fyrst verið mæld árið 1616 af Hvanndalabræðrum. Þá var hún sögð 100 metra breið og 700 metra löng. Árið 1903 var hún helmingi minni en það. Árið 2001 var hún aðeins 90 m² að stærð. Varðskipsmenn byggðu þyrlupall í Kolbeinsey árið 1989 en í mars 2006 kom í ljós að helmingur hans var hruninn.

Kolbeinsey-7

Kolbeinsey10

Kolbeinsey-3

Kolbeinsey-4

Kolbeinsey-6

Kolbeinsey-9

Kolbeinsey06062013-(1)