Nýtt hafnarkort af Reykjavík komið út

  • K362-2013

Þriðjudagur 18. júní 2013

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gaf í vikunni út nýja útgáfu af hafnarkorti af Reykjavík. Bæði var um að ræða ný útgáfa af pappírskortinu, nr. 362, og nýja útgáfu af rafræna kortinu af Reykjavík, IS500362. Helsta breyting á kortinu frá síðustu útgáfu er að lenging Skarfabakka er komin inn auk þess sem fjölgeislamælingar ná nú yfir stóran hluta kortsins. Eru upplýsingar þessar mjög mikilvægar farþegaskipum sem leggja leið sína hingað til lands og nauðsynlegt að nýjustu útgáfur sjókorta séu til staðar um borð.  Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gefur út 80 prentuð sjókort og 70 rafræn á ári.  Ætla má að flestir notendur íslenskra rafrænna sjókorta séu skipstjórnarmenn erlendra skipa, líklega eru flest, ef ekki öll, skemmtiferðaskipin sem hingað koma með opinber rafræn sjókort.

Sala síðastliðins árs af prentuðum sjókortum var rétt ríflega 1.800 eintök, sem er nokkuð undir ársmeðaltali síðustu tíu ára. Í fyrsta sinn síðan útgáfa hófst á rafrænum sjókortum, árið 2006, fór salan á þeim fram úr sölu á hefðbundnum pappírskortum.

E362-2013
Ný útgáfa af pappírskortinu, nr. 362,

K362-2013
Ný útgáfa af rafræna kortinu af Reykjavík, IS500362. Helsta breyting á kortinu frá síðustu útgáfu er að lenging Skarfabakka er komin inn auk þess sem fjölgeislamælingar ná nú yfir stóran hluta kortsins.