Þyrla LHG sótti konu sem féll af hestbaki við Hveravelli

  • IMG_1763

Laugardagur 22. júní 2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:10 beiðni um þyrlu frá lækninum á Blönduósi í gegnum Neyðarlínu-112. Eldri kona hafði fallið af hestbaki við Hveravelli. TF-LIF fór í loftið kl. 19:36 og lenti á Hveravöllum kl.  20:15. Hin slasaða var flutt um borð í þyrluna og farið í loftið að nýju kl.  20:23. Lenti þyrlan við skýli Landhelgisgæslunnar þar sem sjúkrabíll tók við hinni slösuðu og flutti á sjúkrahús.

IMG_1765

IMG_1792