Innanríkisráðherra heimsótti björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð

  • _MG_0659

Miðvikudagur 26. júní 2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra heimsótti í dag björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og kynnti sér starfsemi stjórnstöðva viðbragðsaðila sem þar eru til staðar, þ.e. Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar, Fjarskiptamiðstöðvar RLS, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Samhæfingarstöðvar.  

Myndirnar voru teknar þegar heimsótt var stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Björgólfur Ingason varðstjóri kynnti helstu verkefni verkefni hennar sem tengjast öryggis og löggæslu, sem og eftirliti á hafinu, með einum eða öðrum hætti. Stjórnstöðin annast vöktun og viðbragð, er stjórnstöð leitar og björgunar sjófarenda og loftfara og jafnframt vaktstöð siglinga.

Heimsokn1
Heimsokn3

Heimsokn2