Heilbrigðisþjónusta lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar hefur verið tryggð.

  • 13jan11-317

Fimmtudagur 27. júní 2013

Tryggt hefur verið að ekki verði skerðing á heilbrigðisþjónustu lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar en eins og fram hefur komið átti uppsögn samnings um heilbrigðisþjónustu lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar að taka gildi þann 1. ágúst nk.  Samningurinn er enn í gildi og verður enn um sinn, en næstu mánuðir verða nýttir til þess að móta faglegan og fjárhagslegan grundvöll sjúkraflutninga til framtíðar með loftförum Landhelgisgæslunnar. 

Öryggi sjómanna og almennings alls verður því tryggt að þessu leyti.  Ráðherrar innanríkis- og velferðarráðuneyta hafa sýnt málinu mikinn skilning.