Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti flugdeild Landhelgisgæslunnar

  • LHG10

Þriðjudagur 3. júlí 2013

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti í morgun flugdeild Landhelgisgæslunnar í fylgd Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Helga Björnssonar jöklafræðings. Ban Ki-moon er staddur hér á landi í opinberri heimsókn.

Sindri Steingrímsson, flugrekstrarstjóri og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku á móti gestunum og sögðu stuttlega frá starfseminni. Var síðan flogið á Langjökul og lent en Ban Ki-moon hefur í embættistíð sinni hjá Sameinuðu þjóðunum sýnt bráðnun jökla og hlýnun loftslags áhuga. Var síðan flogið á Þingvelli.

Hér eru myndir sem Ásgeir Ásgeirsson, ljósmyndari  tók í flugdeild Landhelgisgæslunnar.

LHG5
Ban Ki-moon heilsar

LHG2
Daníel Hjaltason, flugvirki/spilmaður, Andri Jóhannesson, flugmaður,
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ásamt Sindra Steingrímssyni,
flugrekstrarstjóra LHG.

LHG7
Walter Ehrat, flugstjóri útskýrði flugáætlun dagsins. Létt yfir mönnum.

LHG8
Gengið í gegnum flugskýli LHG að TF-SYN

LHG9

LHG10

LHG11
Gert klárt fyrir flugtak

LHG13

LHG14