Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna tilkynningu um neyðarflugelda

  • GNA3_BaldurSveins

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á áttunda tímanum í kvöld tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð lögreglu um að tilkynnt hefði verið um neyðarflugelda yfir Sandgerði og nágrenni og jafnvel talið að þeim hafi verið skotið á loft frá sjó.  Landhelgisgæslan brást skjótt við og sendi af stað þyrluna TF-GNÁ til leitar auk þess sem nærliggjandi bátar voru beðnir um að svipast eftir upptökum neyðarflugeldanna.  Þá var einnig haft samband við Slysavarnarfélagið Landsbjörg og beðið um að ræstir yrðu út björgunarbátar félagsins á svæðinu. 

Skömmu eftir að þyrlan kom yfir svæðið kom áhöfnin auga á neyðarsólir sem verið var að skjóta á loft frá
landi.  Landhelgisgæslan upplýsti lögregluna sem tók við málinu.