Hjálparbeiðni frá seglskútu 400 sml. suður af Hvarfi
Landhelgisgæslunni barst í gærkvöld hjálparbeiðni frá seglskútu sem stödd var um 400 sjómílur suður af Hvarfi. Skútan sem er bandarískri með þriggja manna áhöfn var þá í vonskuveðri og óttaðist áhöfnin sem er að hluta íslensk um öryggis sitt. Haft var samband við björgunarmiðstöðina í Halifax sem beindi nærstöddum skipum að skútunni en næsta skip var þá um 160 sjómílur frá henni. Þá var send Herkules leitar- og björgunarflugvéla frá kanadísku strandgæslunni á staðinn.
Flugvélin kom á vettvang um kl.05:00 í nótt og var á vettvangi til kl.09:30 en áhöfn flugvélarinnar var tilbúin til að varpa út björgunarbúnaði ef á þyrfti að halda. Áhöfn skútunnar var bjargað um borð í belgískt flutningaskipa um kl.10:00 í morgun og er á leið til Kanada samkvæmt upplýsingum frá björgunarmiðstöðinni í Halifax.