Hafís og borgarísjakar á Grænlandssundi

  • Hafis3

Miðvikudagur 14. ágúst 2013

Margar tilkynningar hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni um hafís og borgarísjaka á Grænlandssundi. Siglingaviðvaranir eru sendar út til báta og skipa á svæðinu auk þess sem staðsetningar birtast á síðu Veðurstofu Íslands.

Í gær hafði bátur samband við stjórnstöð LHG sem var staðsettur í grennd við 40 metra háan borgarísjaka sem var strandaður rétt utan við Hornbjarg á Vestfjörðum. Skömmu síðar hafði skipstjóri aftur samband og hafði hann þá skyndilega séð borgarísjakann „splundrast“. Mikið hrafl og molar dreifðist um svæðið og eftir stóðu tveir stórir ísjakar, „annar þeirra valt og lyftist“.

Í kjölfarið las stjórnstöðin út siglingaviðvörun en talið er að margir bátar muni eiga leið um svæðið næstu daga.

Mynd úr safni LHG sem var tekin af borgarisjaka í eftirlitsflugi TF-SIF.