TF-SYN fór í leiðangur í Kverkfjöll með almannavarnadeild RLS og vísindamenn
Laugardagur 17. ágúst 2013
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í gær með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun í Kverkfjöll en þeim hafði borist tilkynning frá Landvörðum í Kverkfjöllum um að áin Volga hafði vaxið og göngubrúnna yfir hana tekið af. Ákveðið var að kanna svæðið nánar. Í ljós kom að lónið sem kallað er Gengissig er tómt og jafnframt höfðu orðið gufusprengingar í kjölfarið sem verða vegna snöggrar þrýstiléttunar. Sjá nánar á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Ferðafólk sem hyggur á gönguferðir upp í Kverkfjöll er beðið um að gæta fyllstu varúðar og vera í sambandi við landverði á svæðinu til að leita ráða.
Hér eru myndir sem áhöfn TF-SYN tók í fluginu.