Borgarísjakar sáust í gæslu- og hafísflugi

Miðvikudagur 21. ágúst 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA fór í gær í eftirlits- og hafísflug um Vestfirði og Húnaflóa.
Flogið var að Horni og Straumnesi og mældir borgarísjakar sem þar eru. Að því loknu var flogið inn á Húnaflóa.

Mjög stór ísjaki er staðsettur 11,6 sjómílur (sml) A- af Hornbjargsvita, einnig eru þrír ísjakar NNV af Straumnesi;  6 sml NNV af Straumnesi, 13,2 sml NNV af Straumnesi og sá þriðji 19 sml NNA af Straumnesi. Að sögn þyrluáhafnar var töluvert um klakahröngl nálægt þeim. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur sent út siglingaviðvaranir til sjófarenda en ísjakarnir sjást vel á radar. Búast má við að stór hluti ísjakanna sé neðansjávar.

Sjá nánar staðsetningu á vef Veðurstofu Íslands.

Myndirnar tók þyrluáhöfn TF GNA.


Stærsti borgarísjakinn sem er A- af Hornbjargsvita


Hafís NNV af Straumnesi


Borgarísjakinn A- af Hornbjargsvita.