Þyrluslys við Shetlandseyjar

  • GNA2

Sunnudagur 25. ágúst 2013

Síðdegis á föstudag varð hörmulegt slys við Shetlandseyjar þegar farþegaþyrla frá CHC fórst rétt suður af eyjunum skömmu fyrir lendingu. Vélin var af gerðinni Super Puma AS332 L2. Enn hefur ekkert komið fram um orsakir slyssins.
 
Landhelgisgæsla Íslands rekur 3 björgunarþyrlur, allar af gerðinni Super Puma AS332 L1. Þyrlur LHG eru nokkuð frábrugðnar L2 vélunum, þó í grunninn sé þetta sama tegund. LHG hefur rekið samskonar þyrlur i um  20 àr.  LHG fylgir ströngustu kröfum  Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og islenskra flugmàlayfirvalda og fylgist náið með rannsókn atvika af þessu tagi í samvinnu við framleiðanda vélanna, rannsóknaraðila og þar til bærra yfirvalda.
 
Landhelgisgæsla Íslands sendir CHC, farþegum, áhöfn og aðstandendum þeirra sem í hlut eiga samúðarkveðjur.