Borgarís norður af Patreksfirði

Sunnudagur 1. september 2013

Landhelgisgæslunni bárust í gærkvöldi hafístilkynningar og myndir frá fiskiskipunum Hrafni GK 111  og Málmey SK1 sem voru staðsett í kantinum norður af Patreksfirði. Borgarísjakarnir eru strandaðir á svæði þar sem dýpi er yfir 200 metrar.

Borgarísinn sést vel í ratsjá.

Meðfylgjandi er kort unnið af Sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar og sýnir staðsetningu ísjakanna.

Tilkynningarnar voru sendar áfram til Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunnar. Einnig lásu varðstjórar LHG út siglingaviðvaranir til sjófarenda. Sjá staðsetningu og kort á síðu Veðurstofunnar.

Staðsetningar

1 Stór jaki: 66°31´468N 25°05´717V

2 jaki: 66°19´355N 25°39´142V


Mynd Málmey, Ágúst Óðnn Ómarsson


Mynd Málmey, Ágúst Óðnn Ómarsson


Mynd Hrafn GK, Bergþór Gunnlaugsson.