Lynx þyrla danska flotans til viðhalds í skýli LHG

Þriðjudagur 10. september 2013

Lynx þyrla af danska varðskipinu Hvidbjörnen er nú til viðhalds í skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Þyrlan tók þátt í æfingunni Sarex Greenland 2013 sem lauk sl. föstudag. Danski flotinn hefur um árabil fengið að nota aðstöðu Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli en um tíu manns fylgja þyrlunni að þessu sinni.

Mikil samvinna hefur ætíð verið á milli Landhelgisgæslunnar og varðskipa danska flotans sem eru við gæslustörf á hafinu umhverfis Grænland. Fer þyrlan að viðhaldi loknu að nýju um borð í varðskipið.


Þyrlan í æfingunni á Grænlandi.