TF-LÍF sækir leiðangursmenn bandarísku strandgæslunnar á Grænlandsjökul

  • TF LÍf í Grænlandi

Miðvikudagur 11. september 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF lenti nú undir kvöld í Kulusuk á Grænlandi með 11 manns sem sóttir voru á Grænlandsjökul.  Þar sem búist er við mjög slæmu veðri á svæðinu óskaði bandaríska strandgæslan eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að sækja leiðangursmenn sem hafa frá því í júlí unnið að óvenjulegu verkefni á Grænlandsjökli. TF-LÍF fór frá Reykjavík kl. 12:36 og lenti í Kulusuk kl. 16:13 til eldsneytistöku. Var því næst haldið á Grænlandsjökul og leiðangursmenn sóttir. Gekk aðgerðin vel, en aðstæður voru þá þegar orðnar erfiðar á jöklinum. Lent í Kulusuk um kl. 19:00.

Verkefni leiðangursmanna á fólst í aðstoð við björgun bandarískrar sjóflugvélar á vegum bandarísku strandgæslunnar (USCG) af gerðinni Grumman J2F Duck sem týndist þegar hún var við leitar- og björgunarstörf árið 1942. Á síðasta ári tókst að staðsetja flakið u.þ.b. 105 mílur suða af Kulusuk, á 11 metra dýpi í jöklinum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í sumar strandgæslufólk og búnað á staðinn en leiðangurinn er á vegum stofnunar í Bandaríkjunum sem hefur það hlutverk að finna bandaríska hermenn sem saknað er eftir aðgerðir og endurheimta líkamsleifar þeirra ef mögulegt er.

Sjá hér blogg bandarísku strandgæslunnar.


Flugvél af gerðinni Grumman J2F DuckGrumman J2F Duck

Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðsins fór með TF-LÍF í leiðangurinn í sumar og eru myndir hans hér.

TF LÍf í Grænlandi


TF LÍf í Grænlandi


TF LÍf í Grænlandi