Umtalsverð fjölgun útkalla hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar

Miðvikudagur 17. September 2013

Útköllum hjá þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur fjölgað ört síðastliðin ár og sýna niðurstöður fyrir fyrstu átta mánuði ársins fjölgun um 28 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Að vissu leyti má rekja þessa miklu fjölgun útkalla til aukinnar ferðamennsku og fjölgunar ferðamanna til landsins.

Þegar tekið er saman meðaltal útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar fyrstu 8 mánuði ársins sl. 10 ár  og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda í útkalla í ár kemur í ljós 40% aukning útkalla.

  2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Útköll loftfara t.o.m. 20 ágúst  2003-2013 (rúmir 8 mán. ár hvert) 99 84 91 75 127 104 94 134 134 116 148

 _33A2291

Þessi mikla aukning í útköllum hefur orðið til þess að hlutfall reksturs flugdeildar Landhelgisgæslunnar hefur vaxið umtalsvert undanfarin ár. Hefur það kallað á endurskipulagningu allra eininga LHG með tilliti til fjárheimilda. Aukning í flugi hefur bein áhrif til aukningar útgjalda og vegna þess hefur m.a. orðið að draga úr siglingum varðskipanna.

Eftir sem áður er leitast við að hafa ávallt varðskip til taks með vel þjálfaðri áhöfn fyrir öryggi landsmanna og sjófarenda. Fræðsla og ýmsar æfingar eru skipulagðar reglulega, á sjó og landi, bæði með innlendum jafnt sem erlendum samstarfsaðilum, m.a. reykköfunaræfingar, þjálfun í notkun mengunarbúnaður, köfunaræfingar, þyrluæfingar, fjarskiptaæfingar, eldvarnaæfingar o.fl. Til að auka viðbragðið eru varðskip nú staðsett á tveimur stöðum, annars vegar í Reykjavík og hins vegar á Norðausturhorni landsins til að geta fyrr brugðist við áföllum á þeim hluta hafsvæðisins.

Myndir Árni Sæberg