Flugslysaæfing á Ísafirði

Laugardagur 28. september 2012

Í dag var haldin umfangsmikil flugslysaæfing á Ísafirði. Landhelgisgæslan tók þátt í þeim þætti æfingarinnar sem fór fram í stjórnstöð og Samhæfingarstöð Almannavarna.

Á vef almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir að fyrir æfinguna var þátttakendum boðið upp á fræðslu þar sem vettvangsstjórn og verkþættir voru rifjaðir upp. Kynnt var framkvæmd flugslysaæfinga og flugslysaáætlun Ísafjarðarflugvallar, rannsóknarnefnd samgönguslysa fór yfir rannsóknarþáttinn, einnig var áverkamat og bráðaflokkun æfð. Einnig var skrifborðsæfing þar sem aðgerðarstjórn, vettvangsstjórn og verkþáttastjórar stilltu saman strengi fyrir æfinguna sem hófst klukkan 11:00 í morgun.

Myndin var tekin í Samhæfingarstöð almannavarna meðan á æfingunni stóð.